Verkefni og viðskiptavinir

Við höfum átt farsælt samstarf við fjölda einkaaðila og fyrirtækja í nýbyggingum og viðhaldi. Einnig höfum við unnið fyrir húsfélög og hið opinbera að fjölbreyttum verkefnum. Sérfræðiþekking okkar hefur nýst vel í lögnum í matvælaiðnaði og öðrum iðnaði.

 

Einstaklingar

Við tökum að okkur öll pípulagningaverkefni fyrir íbúðarhús og einstaklinga. Allt frá  nýlögnum til viðgerða og viðhalds. Hvort sem skipta þarf um blöndunartæki eða tengja þvottavel og laga ofna eða endurnýja lagnir, erum við með réttu mennina í verkið. Endurnýjun á baðherbergjum, lagfæringar í eldhúsinu eða breytingar á þvottahúsinu, við sjáum um þetta allt. 

 

Húsfélög

Við bjóðum upp á húsfélagaþjónustu sem hefur reynst vel í gegnum tíðina. B.Markan hefur þjónustað fjölmörg húsfélög og endurnýjað skolp og drenlagnir, neysluvatnslagnir og lagað og sett upp nýjar mæligrindur og ofnakerfi. Hafðu samband í síma 660-6690 ef húsfélagið hyggur á endurbætur eða þarf trausta og örugga þjónustu og góðan frágang verka.

 

Fyrirtæki

Við höfum átt gott samtarf við okkar viðskiptavini og leggjum okkur fram um að bjóða faglega þjónustu þar sem öllu er skilað eins um er samið. Hér fyrir neðan er sýnishorn af þeim fjölbreytta hópi fyrirtækja sem við höfum unnið fyrir í gegnum tíðina: